Erlent

Óttast aðra eitrun í Salisbury

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Búið er að girða af stórt svæði í bænum.
Búið er að girða af stórt svæði í bænum. Twitter
Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar.

Wiltshire er einmitt héraðið þar sem eitrað var fyrir Skripal feðginunum sem vakti gríðarlega athygli og deilur á milli vesturlanda og Rússa, en Bretar sökuðu Rússa um að standa á bakvið árásina á feðginin. Fjórir mánuðir eru upp á dag frá því að eitrað var fyrir þeim rússneskum.

Parið sem fannst í nótt var í heimahúsi í bænum Amesbury sem er rétt hjá Salisbury þar sem Skripal feðginin bjuggu. Upphaflega var talið að parið sem fannst í nótt hefði veikst eftir fíkniefnaneyslu. Það hefur nú verið flutt á sjúkrahúsið í Salisbury. Svæði í bænum hafa nú verið girt af að því er segir á vef The Guardian.

Heilbrigðisyfirvöld segjast ekki óttast að almenningi stafi mikil hætta af mögulegri eitrun, en segjast þó fylgjast afar vel með framvindunni. Parið í Amesbury berst nú fyrir lífi sínu, en ekki hefur verið gefið út hvort um sama eitur, Novishcoch, sé að ræða, sem var það sem notað var gegn Sergei Skripal og dóttur hans.


Tengdar fréttir

Júlíu Skripal dreymir um Rússland

Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni.

Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa

Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×