Erlent

Ungur sonur leiðtoga ISIS féll fyrir hendi Rússa

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ekki er vitað hvað drengurinn var gamall þegar hann féll en hann hafði hlotið herþjálfun
Ekki er vitað hvað drengurinn var gamall þegar hann féll en hann hafði hlotið herþjálfun ISIS
Ungur sonur leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, er látinn.

Fréttaveitur ISIS staðfestu í dag að Huthaifa al Badri, sonur Abu Bakars al Baghdadi, hefði fallið í átökum við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn í Homs héraði í Sýrlandi.

Ekki er vitað hvað drengurinn var gamall en af myndum af dæma var hann vart kominn á unglingsár. Þrátt fyrir það hafði hann hlotið herþjálfun og var að sögn hluti af sérsveit.

Vígasveitir ISIS hafa verið hraktar frá nær öllum svæðum sem samtökin stjórnuðu en stunda áfram skæruhernað í Sýrlandi og Írak.

Leiðtogi þeirra, Abu Bakar al Baghdadi, hefur ítrekað verið talinn af. Nýjustu fregnir herma að hann sé særður en á lífi. Eiginkona hans og dóttir voru teknar höndum í Líbanon fyrir nokkrum árum.


Tengdar fréttir

Telja Baghdadi á lífi

Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja að leiðtogi Íslamska ríkisins sé í felum í eyðimörkinni á milli Írak og Sýrlands.

Herja nú á ISIS í eyðimörkinn

Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×