Erlent

Lát Aleshu rannsakað sem morð

Atli Ísleifsson skrifar
Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum.
Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum. Facebook/Angela King
Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð.

Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á eyjunni á mánudagsmorgun. Í frétt BBC kemur fram að rannsókn á líki stúlkunnar hafi leitt til þess að dauðsfallið sé nú rannsakað sem morð, en lögregla hefur ekki gefið upp hvernig andlát hennar bar að.

Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudagmorgun þegar amma hennar birti færslu á Facebook þar sem hún lýsti eftir henni. Hófst þá mikil leit og fannst líkið um tveimur og hálfum tíma síðar í rústunum sem er að finna í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra sinna, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum.

Fjölmennt lið lögreglu er nú á eyjunni til að aðstoða við rannsókn málsins.

Bjó í Airdrie

Íbúar hafa margið skilið eftir blóm og rituð minningarorð við heimili fjölskyldunnar.

Stúlkan bjó ásamt móður sinni í skoska bænum Airdrie og stundaði nám í Chapelside-barnaskólanum. Hún var í sumarfríi ásamt föður sínum á eynni Bute sem er að finna við vesturströnd Skotlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×