Erlent

Trump studdist við frétt sem var „uppdiktað kjaftæði“

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Trump er á heimavelli þegar hann gagnrýnir allt og alla á Twitter
Trump er á heimavelli þegar hann gagnrýnir allt og alla á Twitter Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa verið að vitna í vafasama frétt frá Fox News þegar hann fullyrti í gær að forveri sinn Barack Obama hefði boðist til að veita 2500 írönskum ráðamönnum ríkisborgararétt til að liðka fyrir kjarnorkusamningum.

Þannig gætu fjölskyldur hátt settra Írana flutt til Bandaríkjanna.

Eins og svo oft áður valdi Trump Twitter sem vettvang fyrir ásakanir sínar, sem hann sagði alvarlegar. Og eins og svo oft áður þurftu blaðamenn að geta í eyðurnar og reyna að finna einhverjar heimildir sem gætu stutt svo langsótta frétt.

Uppsprettan reyndist vera Fox News. Nánar tiltekið einn heimildamaður Fox News, sem svo vill til að er íranskur harðlínuklerkur og andstæðingur kjarnorkusamninganna.

Meira að sjálf fréttin frá Fox News gerir lítið úr áreiðanleika þessarar fullyrðingar. Hefði Trump lesið greinina til enda hefði hann séð vitnað í fréttaskýranda Fox, sem er yrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins: „Þetta hljómar bara eins og eitthvað uppdiktað kjaftæði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×