Erlent

Kengúra á flótta í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Kengúrur virðast eiga það til að sleppa frá eigendum sínum í Danmörku.
Kengúrur virðast eiga það til að sleppa frá eigendum sínum í Danmörku. Vísir/Getty
Lögreglan á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur birt nokkuð óvenjulega tilkynningu á Twitter-síðu sinni en þar er lýst eftir kengúru sem á að hafa flúið afgirt svæði sitt í smábænum Ansager.

Lögregla hvetur alla þá sem verða á vegi kengúrunnar að hafa samband við lögreglu.

Þetta er þó engan veginn í fyrsta sinn sem lögregla á Suður-Jótlandi lýsir eftir kengúru, en í febrúar síðastliðinn var lýst eftir annarri kengúru og sagt að þetta væri í annað sinn sem hún hafi sloppið frá eiganda sínum á nokkurra mánaða tímabili.

Þá segir í frétt Jyllands-Posten að í maí á síðasta ári hafi tekist að hafa hendur í hári kengúru sem hafi sloppið í bænum Salten á Mið-Jótlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×