Fleiri fréttir

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki.

Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche

Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna.

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.

Bandarísku sjóliðarnir fundust látnir

Lík sjóliðanna sjö sem var saknað eftir árekstur bandarísks herskips og flutningaskips á föstudag eru komin í leitirnar. Japanskir fjölmiðlar segja að vatn hafi flætt inn í káetur þeirra á meðan þeir sváfu.

Tugir farast í skógareldum í Portúgal

Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið.

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.

Trump með hundruð milljóna í tekjur síðasta árið

Viðskiptaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta er með tekjur upp á sex hundruð milljón dollara frá því í janúar í fyrra og tekjur golfklúbbs hans í Mar-a-Lago hafa tekið stórt stökk upp á við frá því áður en hann helti sér út í stjórnmál.

Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox

Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox.

Sýknaður af drápinu á Philando Castile

Lögreglumaðurinn sem skaut blökkumanninn Philando Castile í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Móðir Castile segir bandaríska réttarkerfið bregðast svörtu fólki.

Fleiri kæra nauðganir

Kærum vegna nauðgana í Svíþjóð hefur fjölgað um 16 prósent það sem af er þessu ári frá því í fyrra.

Helmut Kohl er látinn

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall.

Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London

Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun.

Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar

Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú viðskipti og fjármál Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump. Það er liður í rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump.

Danir borga hreinsunina

Eftir áralangar deilur um hver eigi að greiða fyrir að fjarlægja málmrusl og skaðlegan úrgang á yfirgefnum herstöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur nú danska stjórnin ákveðið að greiða 30 milljónir danskra króna á ári næstu fimm árin vegna hreinsunarinnar.

Fleiri konur til öfgasamtaka

Sænska öryggislögreglan hefur áhyggjur af því að fleiri konur hafi haldið til svæða þar sem stríðsátök eru og gengið til liðs við samtök öfgasinnaðra múslíma.

Finnar hækka viðbúnaðarstig

Öryggislögreglan í Finnlandi hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkaógnar.

Varaforsetinn ræður sér lögfræðing

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa.

Sjá næstu 50 fréttir