Erlent

Þagga niður í vísindamönnum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norskur eldisfiskur.
Norskur eldisfiskur. Vísir/Sigurjón
Vísindamenn sem gert hafa athugasemdir við laxeldi hafa verið áreittir, baktalaðir og beittir þrýstingi. Sumir hafa gefist upp. Þetta kemur fram í greinaflokki norska blaðsins Morgenbladet um fiskeldið. Þar greina um 20 vísindamenn frá árekstrum sínum við þá sem hafa hagsmuna að gæta.

Í umfjölluninni kemur fram að í sveitarfélögum við sjávarsíðuna, sem áður börðust í bökkum, séu nú byggðar hallir og keyptir sportbílar fyrir milljónirnar sem fiskeldið gefur af sér. Bent er meðal annars á að stjórnmálamenn sem marki stefnuna eigi hlutabréf í fyrirtækjunum.

Vísindamennirnir fullyrða að sjálfstæðar vísindarannsóknir séu í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×