Erlent

Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams

Kjartan Kjartansson skrifar
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslams.
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslams. Vísir/EPA
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist rannsaka hvort að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi fallið í rússneskum loftárásum í Sýrlandi. Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um mögulegan dauða Baghdadi fram að þessu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fregnir hafa borist af mögulegu falli öfgaleiðtogans. Rússar telja hins vegar mögulegt að hann hafi verið á meðal 330 vígamanna samtakanna sem féllu í loftárásum þeirra 28. maí. Sú loftárás beindist að herráði Ríkis íslams í borginni Raqqa sem hefur verið höfuðvígi samtakanna.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að talsmenn Bandaríkjahers geti ekki staðfest fall Baghdadi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×