Erlent

Danir borga hreinsunina

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. Vísir/AFP
Eftir áralangar deilur um hver eigi að greiða fyrir að fjarlægja málmrusl og skaðlegan úrgang á yfirgefnum herstöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur nú danska stjórnin ákveðið að greiða 30 milljónir danskra króna á ári næstu fimm árin vegna hreinsunarinnar.

Í sumar hyggjast danskir vísindamenn fara til yfirgefnu herstöðvarinnar Camp Century á innlandsísnum. Árið 1967 skildu Bandaríkjamenn þar eftir allt að 9.000 tonn af úrgangi auk þess sem þeir losuðu þar kjarnorkuúrgang beint niður í jökulinn.

Vísindamennirnir hyggjast kanna hvenær bráðnun jökulsins á svæðinu verður svo mikil að úrgangurinn komi í ljós. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×