Erlent

Sakfelldir fyrir aldafjórðungsgamlar sprengjuárásir

Kjartan Kjartansson skrifar
Einn sakborninganna sem nú hafa verið dæmdir vegna sprenginganna 1993.
Einn sakborninganna sem nú hafa verið dæmdir vegna sprenginganna 1993. Vísir/AFP
Sex menn hafa verið sakfelldir fyrir aðild þeirra að röð sprengjuárása í borginni Mumbai á Indlandi árið 1993. Á þriðja hundruð manns létust í árásunum sem beindust meðal annars að kauphöll borgarinnar, skrifstofu flugfélagsins Air India og lúxushóteli.

Sprengingarnar voru sagðar hafa verið hefnd fyrir morð á múslimum í óeirðum sem áttu sér stað nokkrum mánuðum áður en árásirnar hófust. Alls létust 257 og 713 særðust samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Sjö menn voru handteknir vegna árásanna frá 2003 til 2010. Sex þeirra voru sakfelldir fyrir samsæri og morð. Einn var sýknaður.

Á meðal þeirra sem nú hefur verið sakfelldur er Abu Salem. Hann flúði til Portúgal eftir árásirnar en var framseldur þaðan árið 2005. Hann var dæmdur fyrir ótengt morð sem átti sér stað fyrir tuttugu árum árið 2015.

Yakub Memon sem var sakfelldur fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásirnar og fjármögnun þeirra var tekinn af lífi fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×