Erlent

Finnar hækka viðbúnaðarstig

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í Finnlandi.
Lögregla á vettvangi í Finnlandi. Vísir/EPA
Öryggislögreglan í Finnlandi hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Ákvörðunin var tekin vegna vitneskju um mögulega hryðjuverkaógn sem metin er alvarlegri en áður, að því er öryggislögreglan greinir frá.

Ferðir einstaklinga frá Finnlandi til liðs við samtökin Íslamska ríkið eru meðal þess sem talið er möguleg ógn við heimalandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×