Erlent

Fleiri konur til öfgasamtaka

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænskur sérfræðingur segir konur geta ekið á hóp fólks alveg eins og karla.
Sænskur sérfræðingur segir konur geta ekið á hóp fólks alveg eins og karla. Vísir/AFP
Sænska öryggislögreglan hefur áhyggjur af því að fleiri konur hafi haldið til svæða þar sem stríðsátök eru og gengið til liðs við samtök öfgasinnaðra múslíma. Samkvæmt sænskum lögum er bannað að hvetja fólk og mennta til hryðjuverka. „Við gerum engan mun á konum og körlum varðandi mat á ógninni sem af þeim stafar,“ segir upplýsingafulltrúi öryggislögreglunnar í viðtali við Aftonbladet.

Fjórðungur þeirra sem fara frá Svíþjóð til að ganga til liðs við öfgasamtök er konur. Í Sýrlandi eru konur taldar vera fjörutíu prósent Svíanna sem þar eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×