Fleiri fréttir

Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri

Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt.

Arftaki Margaret Chan hjá WHO kjörinn

Eþíópíumaðurinn Tedros Adhanom Ghebreyesus var í dag kjörinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) næstu árin.

Hryðjuverkaárásin í Manchester „hámark aumingjaskaparins“

"Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær.

Hýddir fyrir samkynhneigð

Tveir menn í Indónesíu voru dæmdir til þess að vera hýddir með staf fyrir að brjóta gegn Sharia-lögum.

Minni neysla fisks í Noregi

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, segir yfirvöld stefna að því að neysla á fiski, grófu korni, ávöxtum og grænmeti aukist um 20 prósent fyrir 2021.

Flynn neitar að afhenda gögn

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina.

Skransöludemantur reyndist tugmilljóna virði

Demantshringur sem bresk kona keypti á skransölu fyrir andvirði tíu punda á níunda áratug síðustu aldar mun líklega seljast á um 350 þúsund pund, um 45 milljónir íslenskra króna.

Fór tvisvar upp á Everest með sex daga millibili

Líklegt má telja að Anshu Jamsenpa, 37 ára fjallaklifrari frá Indlandi, hafi sett met með því að fara tvívegis upp á tind Everest, hæsta fjall heims, með aðeins sex daga millibili

Samvinnutónn í Sádi-Arabíu

Bandaríkjaforseti sat ráðstefnu í Ríad ásamt fulltrúum 55 múslimaríkja. Fókusinn var á baráttu gegn hryðjuverkum auk þess sem milljarða viðskiptasamningar voru undirritaðir.

Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela

Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni.

Sjá næstu 50 fréttir