Erlent

Danir hætta við hugmyndir um hækkun eftirlaunaaldurs

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/afp
Danska ríkisstjórnin hefur hætt við áform sín að hækka eftirlaunaaldur úr 67 í 67 og hálft ár. Stjórnin hefur hætt við hækkunina þar sem hugmyndin nýtur ekki nægilegs stuðnings á þinginu.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu í samtali við DR. Stjórnvöld vildu hækka eftirlaunaaldur vegna hækkunar meðalaldurs bæði karla og kvenna í landinu á síðustu áratugum.

„Í dag lifum við lengur en við reiknuðum með og á sama tíma er skortur á vinnuafli,“ segir forsætisráðherrann.

Helstu andstæðingar áformanna voru Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, og Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×