Erlent

Heimilislaus maður aðstoðaði börn sem lentu í sprengjuárásinni í Manchester

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fórnarlamba árásarinnar var minnst víða í Manchester í dag.
Fórnarlamba árásarinnar var minnst víða í Manchester í dag. Vísir/Getty
Heimilislaus maður í Manchester lýsir því hvernig hann hjálpaði börnum sem lentu í sprengjuárásinni í Manchester Arena tónlistarhöllinni í gær með því að draga nagla úr handleggjum og andlitum þeirra. 

Maðurinn heitir Stephen Jones og var sofandi nálægt tónleikahöllinni við nærliggjandi götu þegar hann heyrði sprengjuna springa. Eins og greint hefur verið frá létust 22 manneskjur í árásinni og 59 manns slösuðust.

Hann hljóp þá eins og fætur toguðu í átt að höllinni þar sem hann kom að hópi barna sem hafði lent í árásinni og voru alblóðug og grátandi.

„Þau þurftu á hjálp að halda og ég kýs að trúa því að fólk myndi líka hjálpa mér ef ég myndi þurfa á henni að halda. Ég fylgdi bara eðlisávísuninni.“

„Ég hefði ekki getað lifað með sjálfum mér ef ég hefði gengið í burtu án þess að hjálpa þeim og skilið börnin eftir svona. Þó ég sé heimilislaus þá þýðir það ekki að ég sé hjartalaus og að ég sé ekki lengur mennskur.“

Hægt er að sjá viðtal við manninn hér að neðan.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×