Erlent

141 handtekinn í kynlífsveislu fyrir samkynhneigða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stutt er síðan fjórtán einstaklingar voru handteknir fyrir sömu sakir í næststærstu borg Indónesíu.
Stutt er síðan fjórtán einstaklingar voru handteknir fyrir sömu sakir í næststærstu borg Indónesíu. Vísir/AFP
Lögreglan í Indónesíu handtók í gær 141 einstakling í svokallaðri kynlífsveislu fyrir samnkynhneigða. BBC greinir frá.

Veislan var haldin í gufubaði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Segir lögregla að viðstaddir hafi greitt um 185 þúsund rúpíur, um 1.300 krónur, í aðgangseyri.

Samkynhneigð er ekki ólögleg í Indónesíu, að undanskildum nokkrum héruðum. Lögregla segir þó að sumir þeirra sem hanteknir voru verði ákærir á grundvelli laga sem stemma eiga stigu við klámi.

„Þarna var samkynhneigt fólk sem fékk kennslu í því að að dansa nektardans og stunda sjálfsfróun,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Jakarta.

Aukinnar andúðar hefur gætt í garð samkynhneigðs fólks, sem og meðlima í LBGQT-samfélaginu í Indónesíu á undanförnum mánuðum.

Fyrr í mánuðinum voru fjórtán einstaklingar handteknir í Surabaya-borg fyrir að halda samskonar veislu og þeir sem handteknir voru í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×