Erlent

Varaði Rússa við afskiptum af kosningum

Samúel Karl Ólason skrifar
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA).
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA).
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), varaði yfirmann Leyniþjónustu Rússlands (FSB) við því að hafa afskipti af forsetakosningum í fyrra. Hann sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af og hringdi hann því i Alexander Bortnikov.

„Það ætti að vera öllum ljóst að Rússland hafði, með ósvífnum hætti, afskipti af forsetakosningunum 2016 og þeir fóru í þessar aðgerðir gegn mótmælum okkar og viðvörunum,“ sagði Brennan. Hann er nú að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeilda Bandaríkjaþings um njósnamál.

Brennan mun hafa verið fyrsti bandaríski embættismaðurinn sem hringdi til Rússlands og varaði við afskiptum. Hann sagði Bortnikov að ef þeir hættu ekki myndi það hafa skaðleg áhrif á samband ríkjanna. Brennan segir að Bortnikov hafi neitað því að Rússar væru að skipta sér af, en sagði að hann myndi ræða þetta við Vladimir Putin, forseta Rússlands.

Þá sagði Brennan að Rússar hefðu ráðið bandaríska ríkisborgara til að hjálpa við afskiptin og að þeir hafi beitt fjölmiðlum sínum eins og RT.

Hægt er að horfa á nefndarfundinn hér að neðan, en þegar þetta er skrifað er fundurinn enn yfirstandandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×