Erlent

Roger Moore er dáinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Roger Moore.
Roger Moore. Vísir/GEtty
Leikarinn Roger Moore er dáinn. Hann var 89 ára gamall og lést hann vegna krabbameins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið ofurnjósnarann James Bond um skeið, en undanfarin ár hafði hann unnið ötult starf fyrir UNICEF.

Börn hans sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að Moore hafi dáið í Sviss eftir skamma en hugrakka baráttu við krabbamein.

Samkvæmt IMDB mun Moore hafa leikið í 92 kvikmyndum, þáttum og fleiru allt frá 1945 til ársins 2016. Hann lék James Bond alls sjö sinnum á árunum 1973 til 1985.

„Þakka þér pabbi fyrir að vera þú, og að vera svo mörgum mikilvægur,“ segja börnin hans í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.

Hér má sjá viðtal sem tekið var við Moore í fyrra. Hér er svo viðtal við Moore þegar hann var að leika í Spy Who Loved Me.

Tengdar fréttir

Roger Morre fær stjörnu í frægðarstéttina

James Bond leikarinn Roger Moore var í gær heiðraður með stjörnu í frægðarstéttina í Los Angeles og mun hann vera stjarna númer 2.350 sem hlýtur þann heiður. Pierce Brosnan sem lék Bond á árunum 1995 til 2002 er eini Bondleikarinn sem hefur hlotið sama heiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×