Erlent

Arftaki Margaret Chan hjá WHO kjörinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesusog Margaret Chan.
Tedros Adhanom Ghebreyesusog Margaret Chan. Vísir/afp
Tedros Adhanom Ghebreyesus, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Eþíópíu, var í dag kjörinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) næstu árin.

Ghebreyesus tekur við stöðunni af Margaret Chan frá Hong Kong sem hefur stýrt stofnuninni frá ársbyrjun 2007.

Ghebreyesus tekur við formlega við stöðunni 1. júlí næstkomandi og er skipunartíminn fimm ár. Hann var heilbrigðisráðherra Eþíópíu á árunum 2005 til 2012.

Kosið var á milli Ghebreyesus og hins breska David Nabarro og hinnar pakistönsku Sania Nishtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×