Erlent

Hæsta viðbúnaðarstigi komið á í Bretlandi vegna hryðjuverkaógnar

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May forsætisráðherra.
Theresa May forsætisráðherra. Vísir/afp

Bresk stjórnvöld hafa komið á hæsta viðbúnaðarstigi í landinu vegna hættu á hryðjuverkum. Theresa May forsætisráðherra segir að frekari hryðjuverkaárásir kunni að vera yfirvofandi.

Breskir fjölmiðlar greina frá þessu nú í kvöld.

May sagði ákvörðunina um að hækka viðbúnaðarstig hafi verið tekin í kjölfar þess að rannsakendum hafi ekki tekist að útiloka að grunaður árásarmaður í Manchester í gærkvöldi, Salman Abedi, hafi verið einn að verki.

Hermenn verða nú sendir á vettvang á „lykilstöðum“ í landinu, meðal annars tónleikum og öðrum samkomum.

22 létu lífið í árásinni í Manchester í gærkvöldi og 59 særðust. Árásin átti sér stað við Manchester Arena þar sem tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande var nýlokið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.