Erlent

Minni neysla fisks í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hærra verð er talið ein af ástæðum minni fiskneyslu Norðmanna.
Hærra verð er talið ein af ástæðum minni fiskneyslu Norðmanna. vísir/vilhelm
Sala á nýjum fiskflökum í Noregi minnkar stöðugt. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var salan 42 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Í fyrra hafði salan á sama tímabili minnkað um 23 prósent miðað við árið áður. Alls minnkaði sala á fiskafurðum um 15 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Verð á fiskafurðum var að meðaltali sex prósentum hærra í ár en í fyrra.

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, segir yfirvöld stefna að því að neysla á fiski, grófu korni, ávöxtum og grænmeti aukist um 20 prósent fyrir 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×