Fleiri fréttir

Þingmenn hlæja að boði Putin

"Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“

Allsherjarverkfall lamar grískt samfélag

Félagsmenn í stærstu verkalýðsfélaga í Grikklandi lögðu niður störf í morgun til að mótmæla nýjustu aðhaldsaðgerðum grískra stjórnvalda.

Ráðist á heimili Jimmie Åkesson

Hópur manna réðst á heimili Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata, í borginni Sölvesborg í suðurhluta Svíþjóðar í gærkvöldi.

Mótmælendur tókust á við lífverði Erdogans

Til átaka kom í Washington í nótt fyrir utan tyrkneska sendiráðið á milli mótmælenda og lífvarða Erdogans forsætisráðherra sem nú er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Níu særðust og tveir voru handteknir.

Hávær köll um opinbera rannsókn

Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna.

Með neikvæða sýn á konur

Í skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar kemur fram að annar hver karl í Marokkó og sex af hverjum tíu körlum í Egyptalandi segjast hafa áreitt konur eða stúlkur kynferðislega.

Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela

Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo.

Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.

Hakkarar segjast hafa Pirates of the Caribbean 5 í haldi

Tölvuþrjótar segjast hafa náð í eintak af nýjustu myndinni í Pirates of the Caribbean kvikmyndaröðinni og hóta þeir að gefa hana út á netinu nema kvikmyndaverið sem framleiði myndinni greiði þeim lausnargjald.

Sendiherra særður eftir viðskipti sín við villigölt

Sendiherrar lenda oft í snúnum aðstæðum við störf í varasömum heimi alþjóðasamskipta. Sendiherra Bretlands í Austurríki þurfti að taka á stóra sínum á dögunum þegar hann var á ferð í garði í höfubörð Austurríkis, Vínarborg.

Segir leka hins opinbera vera vandamálið

Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“.

Macron þarf meiri umhugsunartíma

Emmanuel Macron mun ekki kynna ríkisstjórn sína fyrr en klukkan 13 á morgun. Upphaflega stóð til að það yrði gert í dag.

Mexíkóskur verðlaunablaðamaður skotinn til bana

Mexíkóskur blaðamaður, Javier Valdez, sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir skrif sín um eiturlyfjabaróna landsins, var skotinn til bana í gær í Sinaloa-héraði í norðvesturhluta Mexíkó.

Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina

Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag.

Sjá næstu 50 fréttir