Erlent

Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/EPA
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur.

Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra.

Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.

Le Drian verður utanríkisráðherra

Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.

Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins.

Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála.

Ríkisstjórnin í heild sinni:

  • Forsætisráðherra: Édouard Philippe
  • Innanríkisráðherra: Gérard Collomb.
  • Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.
  • Dómsmálaráðherra: François Bayrou.
  • Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.
  • Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.
  • Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.
  • Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.
  • Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.
  • Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.
  • Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.
  • Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.
  • Menningarráðherra: Jacques Mézard.
  • Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.
  • Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.
  • Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.
  • Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.
  • Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.
  • Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×