Erlent

Sex látnir eftir árás á afganska sjónvarpsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa á áróðurssíðu sinni Amaq lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa á áróðurssíðu sinni Amaq lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vísir/AFP
Fjórir óbreyttir borgarar og tveir lögreglumenn létu lífið í árás manna á skrifstofur afganska ríkisfjölmiðlsins RTA í Jalalabad í morgun. Árásarmennirnir fjórir létu einnig lífið, auk þess að sautján manns særðust.

Tveir árásarmannanna sprengdu sjálfa sig í loft upp fljótlega eftir að þeir höfðu ruðst inn í skrifstofubygginguna. Að sögn Attaullah Khughyani, talsmanns ríkisstjórans í Jalalabad, byrjuðu hinir tveir að skjóta á öryggisverði á staðnum og eftir margra klukkustunda átök lágu allir árásarmennirnir í valnum.

Fjölmargir fréttamenn voru inni á ritstjórnarskrifstofunum, samkvæmt ljósmyndara sem tókst að flýja frá staðnum.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa á áróðurssíðu sinni Amaq lýst yfir ábyrgð á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×