Erlent

Staðfest að Eurovision fari fram í Lissabon að ári

Atli Ísleifsson skrifar
Portúgalinn Salvador Sobral.
Portúgalinn Salvador Sobral. Vísir/AFP
Portúgalska ríkissjónvarpið hefur staðfest að Eurovision-keppnin verði haldin í höfuðborginni Lissabon að ári. Frá þessu er greint á ESC Today.

Enn á eftir að ákveða hvar í borginni keppnin mun fara fram en MEO-höllin þykir einna líklegust sem stendur þó að fleiri staðir koma vafalaust einnig til greina.

MEO-höllin er fjölnota íþrótta- og tónleikahöll sem var reist árið 1998 í tilefni af Heimssýningunni, EXPO, í Lissabon. Hún tekur um 20 þúsund manns og hýsti meðal annars MTV Europe Music Awards árið 2005.

Portúgalinn Salvador Sobral vann sigur í Eurovision á laugardag með lagið Amar Pelos Dois. Þetta var fyrstu sigur Portúgala í keppninni en þeir tóku fyrst þátt árið 1964.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×