Erlent

Allsherjarverkfall lamar grískt samfélag

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hafa mótmælt á Klafthmonos-torgi í Aþenu í morgun.
Fjölmargir hafa mótmælt á Klafthmonos-torgi í Aþenu í morgun. Vísir/AFP
Félagsmenn í stærstu verkalýðsfélögum Grikklands lögðu niður störf í morgun til að mótmæla nýjustu aðhaldsaðgerðum grískra stjórnvalda.

Aðgerðirnir hafa lamað grískt samfélag og haft mikil áhrif á starfsemi meðal annars sjúkrahúsa, almenningssamgangna og skrifstofa á vegum hins opinbera. Sömuleiðis hafa ferjusiglingar og flugsamgöngur raskast.

Þingmenn á gríska þinginu munu í dag greiða atkvæðu um umdeildar tillögur ríkisstjórnar sem munu meðal annars skerða lífeyrisgreiðslur og binda endi á ýmsar skattaívilnanir.

Stjórnarflokkurinn Syriza undir stjórn forsætisráðherrans Alexis Tsipras þarf að grípa til frekari aðhaldsaðgerða áður en fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykkja frekari lánagreiðslur til Grikkja.

Í frétt BBC segir að þrátt fyrir mikla rigningu hafi fjölmenni komið saman á Klafthmonos-torgi í Aþenu til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×