Erlent

Lokað á „rússneska Facebook“ í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Petro Pórósjenkó Úkraínuforseti.
Petro Pórósjenkó Úkraínuforseti. Vísir/AFP

Úkraínsk yfirvöld hafa lokað á rússneska samfélagsmiðilinn og leitarvélina VK. VK nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi og hefur oft verið kallað svar Rússlands við Facebook.

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, hefur nú skrifað undir tilskipun sem banna VK í landinu næstu þrjú árin.

Úkraínsk yfirvöld hafa jafnt og þétt bannað fleiri vörur og fleira vegna stuðnings rússneskra stjórnvalda við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Þá hafa yfirvöld fjölgað mönnum á lista yfir þá sem neitað er um inngöngu í landið eftir að hafa lýst yfir stuðningi við innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákvörðun Úkraínustjórnar að loka á síður og segja það vera brot á tjáningarfrelsinu. Í frétt Aftonbladet kemur fram að viðbrögð úkraínsks almennings við tilskipun Porosjenkó um að loka á VK hafi almennt verið neikvæð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira