Erlent

Fílsungi kom í heiminn í dýragarðinum í Köben

Atli Ísleifsson skrifar
Kálfurinn kom í heiminn klukkan 4:24 að staðartíma í nótt.
Kálfurinn kom í heiminn klukkan 4:24 að staðartíma í nótt.
Fílsungi kom í heiminn í dýragarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. „Kálfurinn kom í heiminn klukkan 4:24 og það er lítill karlkynskálfur,“ segir Jacob Munkholm Hoeck, fjölmiðlafulltrúi dýragarðsins.

Móðirinn Kungrao eignaðist fyrsta kálfinn sinn árið 2013, en sá drapst af völdum herpessýkingar skömmu eftir að hann kom í heiminn.

Gíraffaungi kom í heiminn í sama dýragarði í janúar, en aflífa þurfti dýrið þegar það var einungis sólarhringsgamalt vegna lífhimnubólgu.

Sjá má myndband af fílsunganum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×