Erlent

Fréttamaður BBC sleginn eftir að hafa ýtt konu í burtu sem truflaði viðtal hans

Birgir Olgeirsson skrifar
Fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, var sleginn af konu í beinni útsendingu í vikunni. Fréttamaðurinn, Ben Brown, virtist snerta brjóst konunnar þegar hann reyndi að ýta henni í burtu eftir að hún hafði truflað viðtal Brown við kollega hans á BBC, Norman Smith.

Viðtalið var tekið á götum borgarinnar Bradford þegar vegfarandi gekk inn í mynd, horfði beint í myndavélina og sagði: „Algjörlega frábært.“

Brown rétti fram handlegginn og snerti bringu konunnar til að gefa henni til kynna að koma ekki nær og var hún beðin að trufla þá ekki.

Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að konan hafi virst hissa og slegið Brown í handlegginn og gengið í burtu.

Brown sagði á Twitter að hann hafi einungis reynt að gera sem minnst úr truflun konunnar. Hann segir það hafa verið óviljaverk að hafa snert bringu hennar.

BBC segir við The Guardian að Brown yrði ekki refsað þar sem þetta var augljóslega óviljaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×