Erlent

Gettó ríkra vegna hás íbúðaverðs

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gamalt húsnæði í Danmörku er mun ódýrara en nýtt.
Gamalt húsnæði í Danmörku er mun ódýrara en nýtt. vísir/pjetur
Vegna þess hversu hátt verðið er á nýjum íbúðum í borgum í Danmörku hafa þar orðið til svokölluð ríkismannagettó, að því er segir á viðskiptavef Berlingske. Stærsti verðmunurinn er í Óðinsvéum þar sem fermetraverðið er næstum tvöfalt hærra fyrir nýja íbúð en gamla.

Í Kaupmannahöfn kostar 80 fermetra ný íbúð að meðaltali 3,1 milljón danskra króna eða rétt rúmar 47 milljónir íslenskra króna. Jafn stór eldri íbúð kostar um 2,8 milljónir danskra króna eða um 42,5 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×