Erlent

Með neikvæða sýn á konur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Konur í Egyptalandi mótmæla kynferðislegri áreitni karla.
Konur í Egyptalandi mótmæla kynferðislegri áreitni karla. vísir/epa
Sýn ungra karla í Egyptalandi, Marokkó og Palestínu á konur er jafn neikvæð og sýn eldri karla í þessum löndum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum UN Women og samtakanna Promundo sem byggð er á viðtölum við 10 þúsund karla og konur í Marokkó, Egyptalandi, Líbanon og Palestínu. Það er aðeins í Líbanon sem ungir karlar eru jafnréttissinnaðri en eldri karlar.

Í skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar kemur fram að annar hver karl í Marokkó og sex af hverjum tíu körlum í Egyptalandi segjast hafa áreitt konur eða stúlkur kynferðislega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×