Fleiri fréttir

Samskipti unglinga oft grimm á samfélagsmiðlum

Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa síðastliðinn fjögur ár haldið úti fræðslunni “fokk me - fokk you” sem snýr að unglingsárunum, sjálfsmynd og samfélaginu. Þau aðlaga fræðsluna að þeim málum sem koma upp hverju sinni en segja rauða þráðinn vera samskipti á samfélagsmiðlum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra færði þeim blóm og skildu ferðalangarnir lítið í því hvað væri að gerast. Við fylgjumst með þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna.

Stjórnarmenn í RÚV hissa á orðum Lilju

Varaformaður stjórnar RÚV segir að með því að færa samkeppnisrekstur félagsins í dótturfélög væri verið að bæta við báknið. RÚV gæti þannig fært út kvíarnar í samkeppnisrekstri við einkarekna fjölmiðla á ýmsum sviðum.

Erla enn með ábyrgðina á herðum sér

Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist.

Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði

Jafnlaunavottun fyrirtækja, sem á að taka gildi um áramótin, verður að öllum líkindum frestað um eitt ár til að gefa fyrirtækjum ráðrúm til að klára sín mál. Jafn­­réttisstofa hefur ekkert eftirlitshlutverk með jafnlaunavottun fyrirtækja.

Ólga í Umhyggju

Átök eru innan félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

„Ég hugsa þetta bara sem sigur“

Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur.

Foreldrar gáttaðir á mjólkurgjöf í grunnskólum

Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að fyrirtæki gefi börnum merktar vörur í grunnskólum borgarinnar – að því gefnu að vörurnar séu notaðar innan veggja skólans og standist siðferðismat skólastjórnenda.

Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna.

Sjá næstu 50 fréttir