Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Fimm sakborningar af sex voru sýknaðir í Guðmundar og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í dag. Í kvöldfréttatímanum kl. 18:30 verður ítarlega fjallað um dóminn, framhaldið og rætt við lögmenn sakborninganna og aðstandendur.

Einnig hefjum við fréttaröð Stöðvar 2 og Vísis um hrunið sem varð á Íslandi fyrir tíu árum. Við byrjum á byrjuninni, einkavæðingu bankanna. Ítarlegri fréttaskýringu má finna á Vísi.

Fjallað verður um uppsagnir hjá Icelandair, afsökunarbeiðni sem Bjarni Benediktsson útilokar ekki að ríkissjórnin muni óska eftir frá Bretum vegna hryðjuverkalaganna árið 2008 og um yfirlýsingu Christine Blasey Ford sem mætti fyrir þingnefnd í dag og lýsti kynferðislegu ofbeldi sem hún segir að Brett Kavanaugh hafi beitt sig en hann er hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×