Fleiri fréttir

Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra

Minnst fimm innheimtumál Menntamiðstöðvarinnar ehf. vegna ógreiddra skólagjalda hafa ratað fyrir dómstóla. Skólastjóri segir að um sé að ræða einstaklinga sem hafi aldrei haft í hyggju að borga og séu að reyna að komast hjá því.

Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn

Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Allir gera ráð fyrir sýknudómi en Ragnar vill yfirlýsingu um sakleysi og bendir á dóm frá Bretlandi.

Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana

Dæmi eru um að ný tegund stöðumæla hafi valdið ruglingi hjá ökumönnum. Mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði og uppsetning síðustu mælanna klárast brátt. Ökumenn fá nokkurra mánaða svigrúm til að aðlagast græjunum.

Ýmislegt til rannsóknar vegna flugs Primera Air sem rann út af

Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á misheppnaðri lendingu flugvélar Primera Air á Keflavíkurflugvelli í apríl á síðasta ári beinist að veðri, framkvæmdum á flugvellinum, undirbúningi flugs, lendingarskilyrðum og framkvæmd lendingarinnar.

Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura

Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum.

Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu

Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt.

„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein”

Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars

Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja.

Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra.

Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan

Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða

Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli

SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld.

Katrín ræður tímanum og getur breytt honum

Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann.

Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.

Sjá næstu 50 fréttir