Innlent

Samskipti unglinga oft grimm á samfélagsmiðlum

Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Starfsmenn í félagsmiðstöð segja mikilvægt að innprenta gagnrýna hugsun í alla til að bæta samskipti. Foreldrar banni oft unglingum að nota ákveðin forrit í símunum sínum er forritin sjálf eru ekki vandamálið heldur skortur á fræsðlu um skamskipti á stafrænu formi.

Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa síðastliðinn fjögur ár haldið úti fræðslunni “fokk me - fokk you” sem snýr að unglingsárunum, sjálfsmynd og samfélaginu. Þau aðlaga fræðsluna að þeim málum sem koma upp hverju sinni en segja rauða þráðinn vera samskipti á samfélagsmiðlum.

„Þau halda að þau geti leyft sér , eins og fullorðið fólk á til, að segja eitthvað annað á samskiptamiðlum en í persónu. Það er það sem er aðal atriðið í fræðslunni okkar,” segir Kári og Andrea bætir við að vandamál unglinga séu í raun þau sömu og fullorðinna. “ Þetta eru slæm samskipti, oft neikvæð samskipti, skortur á virðingu í samskiptum og umræða um samþykki og mörk fólks,” segir hún.

Erum að tala við fólk

Þau segja samskiptin oft grimm á samfélagsmiðlum og mæla alltaf með því að ræða málin við einhvern eldri. Oft sé flókið að fá ráð hjá jafnaldra sem gæti haft jafn litla þekkingu á málinu. Það séu fullt af lausnum og úrræðum sem hægt er að grípa til en lykilatriðið er að biðja um aðstoð.

“Við verðum að vera gagnrýnin. Við segjum það líka við þau að vera gagnrýnin á það sem við erum að segja. Pæla í hvað er fólk að segja við mig? Ef þau eru gagnrýnin þá myndast umræða milli þeirra og við aðra til dæmis inn í félagsmiðstöðinni. Umræðan er besta forvörnin,” bendir Kári á og Andrea tekur undir með orðunum að lykilinn að gera unglingunum og okkur sjálfum grein fyrir því að við erum að eiga í samskiptum við fólk. Sama hvort við séum að tala við fólk í eigin persónu eða í gegnum símana okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×