Innlent

Þétt dagskrá utanríkisráðherra á allsherjarþingi

Andri Eysteinsson skrifar
Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ræðir hér við japanskan kollega sinn, Taro Kono á fundi öryggisráðsins.
Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ræðir hér við japanskan kollega sinn, Taro Kono á fundi öryggisráðsins. Stjórnarráðið
Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, tekur þessa dagana þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna sem fer fram í New York.

Fjölmörg verkefni bíða þingmanna enda ekki á hverjum degi sem fulltrúar allra ríkja heims eru undir sama þaki.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson var einnig í New York og sótti viðskiptaráðstefnu Bloomberg með utanríkisráðherra sem hafði í miklu að snúast.

Ráðherrann flutti í gær ræðu í því tilefni að 70 ár eru nú liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna var undirrituð.

Einnig hefur Guðlaugur setið fundi um loftslagsmál með fulltrúum fjölmargra annarra ríkja, þar á meðal ræddi hann við sjávarútvegsráðherra Indónesíu um samstarf ríkjanna tveggja í sjávarútvegi og í jarðhitamálum.

Einnig tók Guðlaugur þátt í fundi utanríkisráðherra Norrænuríkjanna með ráðherrum Karíbahafsríkja þar sem loftslagsmál voru helst til umræðu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þátttöku utanríkisráðherra lýkur á morgun þegar ráðherrann flytur ræðu sína á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×