Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra færði þeim blóm og skildu ferðalangarnir lítið í því hvað væri að gerast. Við fylgjumst með þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við Katrínu Jakobsdóttur, sem bað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli opinberlegrar afsökunar í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ítarlegra viðtal verður við Katrínu í kvöldfréttum. Einnig höldum við áfram fréttaskýringaröð okkar um Hrunið og verður fjallað um lán Seðlabanka Íslands í aðdraganda hrunsins. Við fjöllum einnig um samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær, heyrum í nýjum formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og hittum Mads Mikkelsen sem var heiðraður af borgarstjóra í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×