Innlent

Bein útsending: Er nútímastjórnun aðalástæða kulnunar í starfi?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi að undanförnu.
Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi að undanförnu. Vísir/Getty
Klukkan níu hefst fyrirlesturinn Lífshættuleg stjórnun: Er nútímastjórnun aðalástæða kulnunar í starfi? í Háskólanum í Reykjavík. Horfa má á beina útsendingu frá fyrirlestrinum hér fyrir neðan.

Christian Ørsted stjórnunarráðgjafi fjallar um hvernig stjórnunaraðferðir okkar hafa þróast frá byrjun síðustu aldar, þar sem aðferðarfræði sem beitt var í hernaði var heimfærð á stjórnun fyrirtækja.

Þar var áherslan á að fá starfsmenn til að vinna meira.

„Í dag er þetta kallað að auka framleiðni og er það svarið við öllum vandamálum. En afleiðingin er meiri streita, ekki bara í vinnunni, heldur í þjóðfélaginu sem heild. Við missum alla sköpunargleði, hugmyndaríki minnkar og tilfinning okkar fyrir því sem skiptir máli dofnar,“ segir í tilkynningu frá HR um fyrirlesturinn.

Kraftur okkar til að taka þátt í samkeppni minnkar og við hlaupum hraðar og hraðar án þess að án að skapa þann ávinning sem við erum að sækjast eftir.

Horfa má á beinu útsendinguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×