Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Birgir Olgeirsson skrifar
Mennirnir þrír sem leitað er að.
Mennirnir þrír sem leitað er að. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum  vegna máls sem hún hefur til meðferðar, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru mennirnir grunaðir um að hafa stolið háum fjárhæðum af eldra fólki um helgina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN  númerin kortanna þegar þau voru notuð.

„Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Háum fjárhæðum stolið af eldra fólki um helgina

„Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ sagði Skúli.

Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×