Innlent

Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.
Frá vettvangi við eyjuna Chuuk. EPA/ZACH NIEZGODSKI
Flugvélin sem lenti í sjónum við Chuuk-flugvöll í Míkrónesíu í nótt var framleigð frá Icelandair Group til flugfélagsins Air Niugini. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni en engan sakaði.

Greint var frá slysinu á Vísi í morgun eftir að fréttir bárust af því í erlendum fjölmiðlum en um var að ræða Boeing 737-800 flugvél með skráningarnúmerið P2-PXE. Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini.

Atvikið átti sér stað í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir eins og áður sagði og komust þeir allir frá borði heilir á húfi samkvæmt nýjustu upplýsingum, að því er segir í tilkynningu Icelandair.

„Öllu öðru framar er hugur okkar hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða, gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins,“ segir jafnframt í tilkynningu.

35 farþegar voru um borð í vélinni.AP/Blue Flag Constructions
Farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús.EPA/Matthew Colson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×