Innlent

Rafmagn fór af víða vegna bilunar: Umferðarljós voru óvirk á Miklubraut

Rafmagnslaust var í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag.
Rafmagnslaust var í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. vísir/anton brink
Háspennubilun er í veitustöð við Barónsstíg og því rafmagnslaust þar í kring. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur fór stöðin út fyrir nokkrum mínútum og er ekki ljóst hversu umfangsmikil bilunin er eða hvenær hægt verður að hefja viðgerð.

Var rafmagnslaust víða í miðbæ Reykjavíkur og umferðarljós víða óvirk. Rafmagn komst aftur á að hluta þegar klukkan var 20 mínútur í fjögur. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitur Reykjavíkur, er viðgerð hafin en ekki er vitað hve langan tíma hún mun taka. 

Er fólki bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Uppfært klukkan 15:57: 

Rafmagn fór af hluta af hverfi 105 og 107, eða Hlíðum og Vesturbæ. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er rafmagn komið á stórum hluta þess svæðis og er vonast til að viðgerð ljúki fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×