Styrktartónleikar fyrir Einar Óla

Palli og Þórunn Eva komu í Tala saman í dag og sögðu frá styrktartónleikum sem þau eru að skipuleggja fyrir Einar Óla. Einar Óli er 35 ára gamall yndislegur vinur og faðir sem varð fyrir því óhappi árið 2017 að fá heilablæðingu, Einar var sendur í þræðingu á LSH til að laga æðagúlpinn svo ekki blæddi aftur en þar sem aðgerðin var flókin var ákveðið að senda hann til Svíðþjóðar í aðgerð. Því miður urðu eftirstöðvar veikindanna mjög alvarlegar og er hann bundinn við hjólastól í dag, hann getur hvorki hreyft sig né tjáð og býr hann enn á Grensás, þar sem engin íbúðarúrræði eru fyrir hann eins og staðan er. Megin markmið tónleikanna er að auðvelda Einari og fjölskyldu hans að koma honum á milli staða og þar sem hann er enn búsettur á Grensás á hann ekki rétt á bílastyrk. Vinir hans og fölskylda sem að þessum tónleikum standa langar því að safna góðri upphæð sem útborgun í notuðum bíl fyrir hann. Miðasala fer fram á tix.is og miðaverðið er 3.000 kr. Söfnunarreikningur er einnig opinn fyrir þá sem ekki komast á tónleikana eða vilja styrkja frekar. Söfnunarreikningurinn er 0545-14-001041 og kennitala 650319-0790.

76
06:29

Næst í spilun: Tala saman

Vinsælt í flokknum Tala saman