Innlent

Kviknaði í bensín­bíl í akstri á Dal­braut

Kjartan Kjartansson skrifar
Töluverður eldur logaði í framenda bílsins en slökkvilið brást fljótt við.
Töluverður eldur logaði í framenda bílsins en slökkvilið brást fljótt við. Vísir/Diego

Eldur kviknaði í fólksbíl á gatnamótum Dalbrautar og Sæbrautar nú í kvöld. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins fljótt og engum sögum fer af því að ökumann bílsins hafi sakað.

Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan níu í kvöld. Einn dælubíll var sendur á vettvangi og var hann á leið aftur á stöð um tuttugu og fimm mínútum síðar. Engin tilkynning barst um meiðsl á fólki.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var bíllinn bensínknúinn fólksbíll. Nokkrar tilkynningar berist á hverju ári vegna bíla sem kviknar í við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×