Erlent

Tveir fundust látnir í Bergen

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Enginn er í haldi lögreglu sem stendur.
Enginn er í haldi lögreglu sem stendur. getty

Morðrannsókn er hafin hjá lögreglunni í Bergen eftir að tveir fundust látnir í úthverfinu Ytre Sandviken norður af Bergen.

Tilkynning barst lögreglu laust eftir klukkan fjögur í dag, miðvikudag. Endurlífgunartilraunir á öðrum báru ekki árangur og var sá úrskurðaður látinn um klukkan sex. Þetta staðfestir Stein Rune Halleraker, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Bergen við VG.

Hann segir að skömmu síðar hafi annar fundist mikið særður í nágrenninu og sá var einnig úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Sem stendur er enginn í haldi lögreglu en lögregluyfirvöld hafa ráðist í umfangsmiklar rannsóknaraðgerðir, sem eru á algjöru frumstigi. Dauðsföllin eru talin hafa borið að með saknæmum hætti en ekki liggur nánar fyrir hvernig hinir látnu hlutu bana af. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×