Erlent

Hinir ranglega sakfelldu fá milljarða í skaðabætur frá New York

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aziz eftir að hann var handtekinn og eftir að dómurinn var ógiltur í fyrra. Hann er nú 84 ára gamall.
Aziz eftir að hann var handtekinn og eftir að dómurinn var ógiltur í fyrra. Hann er nú 84 ára gamall. AP

Borgaryfirvöld í New York hafa samþykkt að greiða Muhammad Aziz og erfingjum Khalil Islam 26 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur en mennirnir sátu í fangelsi í áratugi eftir að hafa verið ranglega sakfelldir fyrir morðið á Malcolm X árið 1965.

New York-ríki hefur samþykkt að greiða 10 milljónir dala í skaðabætur.

Aziz og Islam voru hreinsaðir af sök í fyrra, þegar dómari felldi niður dómana. Saksóknarar sögðu ný sönnunargögn um ógnanir gegn vitnum og feluleik með sönnunargögn sem voru mögulega til þess fallin að hreinsa mennina af sök hafa grafa undan málinu gegn mönnunum.

Aziz og Islam, sem lést árið 2009, héldu ávallt fram sakleysi sínu.

Malcolm X barðist fyrir réttindum svartra og öðlaðist frægð sem rödd Þjóðar Íslam. 

Hvatti hann svarta til að höndla réttindi sín með öllum mögulegum aðferðum. Seinna meir fjarlægðist hann hins vegar hugmyndafræði helsta kenningasmiðs samtakanna, Elijah Muhammad, og fór að tala fyrir mögulegri sátt milli kynþátta. Skapaði hann sér með þessu mikla óvild í ákveðnum hópum.

Hann var skotinn til bana á viðburði þar sem hann átti að flytja ræðu 21. febrúar 1965, aðeins 39 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×