Innlent

Fjöldi tilkynninga vegna dauðra fugla

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mávar við Grindavíkurhöfn.
Mávar við Grindavíkurhöfn. vísir/Vilhelm

Matvælastofnun eru enn að berast fjölmargar tilkynningar um dauða villtra fugla vegna fuglaflensunnar.

Vegna þessa telur stofnunin nauðsynlegt að viðhalda þeim sóttvarnarráðstöfununum sem gripið var til fyrr á þessu ári. Reglurnar munu þó ekki gilda áfram um dúfur.

Gripið var til þessara ráðstafana til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi.

Þá er biðlað til almennings um að tilkynna stofnuninni um dauða villta fugla sem finnast. Þar sem slíkt sé mikilvægur liður í að fylgjast með þróun og útbreiðslu hins skæða afbrigðis fuglaflensuveirunnar.


Tengdar fréttir

Súla drapst við Kasthústjörn

Íbúi á Álftanesi telur ekki ólíklegt að súlan hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu sem nú geisar og vonar að smit berist ekki í hundruð fugla sem þarna koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×