Innlent

Tendra ljós í minningu Johns Snorra við Vífils­staða­vatn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson létu lífið á K2 fyrr í mánuðinum ásamt Juan Pablo Mohr.
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson létu lífið á K2 fyrr í mánuðinum ásamt Juan Pablo Mohr. Facebook

Fjölskylda, vinir og vandamenn fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar munu koma saman við Vífilsstaðavatn á sunnudagskvöld til að biðja fyrir honum og samferðamönnum hans Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr.

Það var 18. febrúar síðastliðinn sem pakistönsk stjórnvöld greindu frá því að fjallgöngumennirnir væru taldir af. Síðast sást til þeirra 6. febrúar skammt frá toppi K2.

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir mun leiða þessa ljósa- og bænastund. Í tilkynningu frá aðstandendum Jons Snorra segir að þeir sem ekki eiga heimangengt - og vilji minnast þeirra Johns Snorra, Alis og Juans - séu hvattir til að taka þátt með því að tendra ljós heima hjá sér, taka ljósmynd og deila henni á Facebooksíðu viðburðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×