Erlent

Eyði­legging og raf­magns­leysi í Noregi vegna ó­veðursins Frank

Atli Ísleifsson skrifar
Frá hafnarsvæðinu í Sandnessjøen í norðurhluta Noregs þar sem óveðrið Frank hefur skollið á af fullum þunga.
Frá hafnarsvæðinu í Sandnessjøen í norðurhluta Noregs þar sem óveðrið Frank hefur skollið á af fullum þunga. EPA/Therese Jægtvik

Óveður sem hefur gengið undir nafninu Frank hefur herjað á Norðmenn í gær og í dag og valdið talsverðri eyðileggingu á mannvirkjum og rafmagnsleysi víða um land.

Norskir fjölmiðlar segja að vindstyrkur hafi náð allt fimmtíu metrum á sekúndu í hviðum og að þúsundir heimila séu nú án rafmagns.

Áætlað er að óveðrið nái hámarki fyrir hádegi í dag og að það muni mest herja á íbúa í Helgelandi, Salten, Lofoten og Troms í norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×