Innlent

Jarðvegseldar loga enn

Frá Ísafjarðardjúpi í gær.
Frá Ísafjarðardjúpi í gær. mynd/Hafþór Gunnarsson
Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, gusu aftur upp í nótt, en það var mat Almannavarnanefndar Vestfjarða seint í gærkvöldi, að hann hefði verið slökktur.

Þegar hvessa tók í gær, magnaðist eldurinn upp og skapaðist hætta á frekari útbreiðslu.

Slökkviliðið í Súðavík fékk þá liðsauka frá Ísafirði og Bolungarvík, auk þess sem þyrla Gæslunnar var send á vettvang og dreyfði miklu af vatni yfir svæðið.

Slökkviliðsmenn hafa staðið vakt með tvo vatnsbíla til taks og leið ekki á lögnu þar til aftur fór að loga í nótt. Von er á liðsauka frá slökkviliðinu á Hólmavík innan tíðar, og tíu til 15 slökkviliðsmenn eru þegar á vettvangi.

Hafþór Gunnarsson tók ljósmyndirnar sem fylgja þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×