Erlent

Brasilíumenn segjast óttast hungrið meira en veiruna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Samkomu- og ferðabann er í gildi víða í Brasilíu en til stendur að aflétta aðgerðum á næstunni.
Samkomu- og ferðabann er í gildi víða í Brasilíu en til stendur að aflétta aðgerðum á næstunni. EPA/Fernando Bizerra

Fátækir Brasilíumenn eru óánægðir með viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og segjast hræddari við hungrið en veiruna. Fimm þúsund hafa látist og atvinnuleysi aukist mjög.

Tugir söfnuðust saman í röð fyrir utan ríkisbanka í Rio de Janeiro í dag og vonuðust eftir því að fá þann neyðarstyrk sem ríkisstjórnin hefur lofað. Fólk var farið að tínast á staðinn vel fyrir sólarupprás.

Ivanilson Ulisses er 49 ára og hefur verið atvinnulaus í áratug. Hann segist allslaus og sakar stjórnvöld um skeytingarleysi í garð fátækra.

„Peningarnir eiga að vera eins og verkjalyf. En við hvaða sársauka? Við óttumst ekki kórónuveiruna, hún drepur, en hungrið er grimmara.“

Brasilíumönnum stendur til boða að fá um þrettán þúsund króna styrk. Þrítugi handsnyrtirinn Maiara dos Sales segir þetta duga afar skammt.

„Þetta er afar erfitt ástand. Ég borga þessa upphæð í leigu á mánuði. Sonur minn þarfnast lyfja. Peningarnir myndu fara til hans en þetta dugir skammt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×